Golfvöllurinn er óleikhæfur vegna aðkomuvatns og spáð er áframhaldandi úrkomu, því hefur verið ákveðið að fella niður fyrsta hringinn í meistaramóti GV. Leiknar verða 54 holur í stað 72. Á morgun fimmtudag hefst leikur kl. 15.00 röðun flokka verður eins og fram kemur hér að neðan. Félagsmenn athugið að enn er hægt að skrá sig í mótið.