Menntun, þjálfun og hæfni allra starfsmanna skiptir lykilmáli
7. janúar, 2019
Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.

Kæra samstarfsfólk.
Heilbrigðisráðherra tilkynnti nýlega um 110 millj. kr. í aukafjárveitingu til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á árinu 2018 til að mæta áskorunum í rekstri.  Ljóst er að ráðherra og fjárveitingarvaldið eru meðvitað um hve erfið staðan er í rekstri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni samfara ört vaxandi verkefnum og álagi, ekki síst í umdæmi Suðurlands. Þessi upphæð er því afar mikilvæg og nauðsynleg viðbót inn í rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, þar sem metfjöldi er í viðfangsefnum og komum á hverju ári. Fjármunum hefur verið bætt inn í rekstur HSU en verkfnin vaxa afar ört.  Upphæðin 110 millj. kr. fer því í það greiða niður og minnka halla ársins sem að óbreyttu hefði stefnt í 200 millj. kr.  Til viðbótar fékk HSU nú lok árs greiddar rúmar 32 millj. kr. vegna leiðréttingar á sértekjum vegna lækkunar á greiðsluþáttöku sjúklinga og ríflega 40 millj. kr. vegna launabóta. Þessi viðbót, alls 182 millj. kr. léttir reksturinn fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands á nýliðnu ári og mun gera okkur kleift að halda jafnvægi í rekstrinum.

Í upphafi árs er gott að líta yfir farinn veg á HSU og skoða hvernig til hefur tekist að nýta tækifærin og fást við áskoranir í síbreytilegu umhverfi á Suðurlandi.  Ljóst er að reksturinn er stærsta áskorun okkar og að nýta fjármuni á hverjum tíma þannig að við stöndum undir hlutverki okkar við að tryggja aðgengi að öruggri almennri heilbrigðis- og bráðaþjónustu. Okkur hefur tekist að bæta þjónustu á mörgum sviðum.  Vegferð okkar snýst um að tryggja þjónustu í heimabyggð með vel þjálfuðum heilbrigðisstarfsmönnum úr öllum stéttum.  Samvinna innan umdæmisins hefur gengið afar vel og þétt samstarf skilar okkur vaxandi árangri, ekki síst þegar á reynir í erfiðum aðstæðum. Menntun, þjálfun og hæfni allra starfsmanns skiptir þar lykilmáli.  Við erum lánsöm að vera með allar stöður fullmannaðar á HSU og nánast allar stöður lækna eru nú mannaðar eða verða fullskipaðar þegar líður fram á þetta ár.

Á síðasta ári var áfram metfjöldi verkefna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Við getum fagnað þvi sem vel hefur verið gert og þeim árangri sem við höfum náð.  Mörg verkefni hafa skilað af sér bættri þjónustu við sjúklinga og íbúa. Á sama tíma og verkefnafjöldinn vex geysi hratt hefur okkur líka tekist að bæta þjónustuna. Aðgerðir okkar hafa skilað árangri í því að stytta verulega biðtíma barna sem bíða eftir sálfræðiþjónustu, þjónusta í heimahjúkrun hefur aukist og framboð viðtalstíma hjá heilsugæslulæknum hefur aukist og biðtími er víða að styttast.  Þetta eru áfangasigrar í rétta átt og munum við halda ótrauð áfram að gera enn betur eins og við höfum bolmagn til hverju sinni.  Við þurfum ávallt að vera reiðubúin að finna leiðir til að gera góða þjónustu enn betri. Til að nýta fjármagn, mannauð og færni allra sem best munum við leggja sérstaka áherslu á umbætur og nýjungar í starfseminni á þessu ári.  Slík verkefni verða áfram með það eitt að makmiði að skila bættri þjónustu til þeirra sem leita til HSU og auka virði þjónustunnar, auka aðgengi og stytta biðtíma eins og kostur er. Dæmi um slík verkefni eru áframhaldandi innleiðing fjarheilbrigðisþjónustu, uppbygging göngudeildarþjónustu, teymisvinna í heilsugæslu og aukin aðild íbúa sjálfra með rafrænum lausnum.

Stjórnendur á HSU hafa tekið virkan þátt í tveimur mikilvægu verkefnum með Heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingum Íslands er varða framtíðarskipan heilbrigðismála. Annars vegar er um að ræða aðkomu að vinnslu nýrrar heilbrigðisstefnu ásamt fjölda annarra og hins vegar öflun upplýsinga og álit við undirbúning að nýju kostnaðarlíkani fyrir heilsugæslu á landsbyggðinni. Á þessu ári hefur heilbrigisráðherra boðað að nýja heilbrigðisstefnan verði kynnt.  Við bindum sannarlega vonir við að sú stefna fái brautargengi og verði samþykkt á Alþingi.  Okkur er nauðsynlegt að hafa skýra heilbrigðisstefnu þar sem hlutverk stofnanna er skýrt, hvar, hvenær og af hvaða aðilum heilbrigðisþjónusta er veitt.  Stefnunni er einnig ætlað að auka aðild notenda og setja fram kröfur um öryggi og aðgengi þjónustu.  Undirbúningur heldur áfram á þessu ári að innleiðingu á nýju kostnaðar- og greiðslulíkani fyrir heilsugæsluna á landsbyggðinni. Það er afar mikilvægt verkefni þar sem sérstaða landsbyggðar, m.a. íbúadreifing og stærð landssvæða verða tekin með í reikninginn.

Viðfangsefnin láta ekki á sér standa hjá HSU og ég hlakka til samstarfsins með ykkur við að leysa verkefni ársins.

Með góðri kveðju inn í nýja árið,
Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

Nýjar fréttir

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst