“Guðsþjónusta dagsins kl.14.00 fellur niður vegna veðurs og færðar,” segir í tilkynningu frá Landakirkju. ” Ágætt að hafa þessa ágætu bæn yfir í óveðri: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.”