Önnur mest lesta fréttin á Eyjafréttum 2019 birtist í lok maí og var kynning á dagskrá Goslokahátíðar.
Dagskrá hátíðarinnar var sérstaklega vegleg í ár og spilar þar mikið inn í 100 ára afmæli Vestmannaeyjakaupstaðar. Föstdagurinn var tileinkaður afmælinu en laugardagur og sunnudagur hátíðarinnar voru með hefðbundnara sniði.
Þá gaf Eyjasýn í samvinnu við Vestmannaeyjabæ út á árinu veglegt afmælisrit í tilefni af 100 ára afmælinu. Blaðið var sett upp af Sæþór Vídó starfsmanni Eyjasýnar og ritstýrt af Söru Söfn Grettisdóttir, þáverandi ritstjóra Eyjafrétta.
Vestmannaeyjabær í 100 ár
Fjölmargir viðburðir voru haldnir, allt árið um kring, í tilefni af afmælinu og er rétt að hrósa afmælisnefndinni fyrir frábær störf.
https://eyjafrettir.is/2019/05/31/goslokahatid-2019-dagskra/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst