Mest þorskur og ýsa
londun_eyjarnar
Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Vestmannaeyjum í gær. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í Neskaupstað á sunnudaginn og héldu strax til veiða að löndun lokinni. Siglt var beinustu leið á Breiðdalsgrunn og þar fiskaðist vel. Bæði skip lönduðu síðan fullfermi í Vestmannaeyjum í gær en aflinn var mest þorskur og ýsa.

Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi var sáttur við veiðiferðina. „Þetta gekk afar vel. Við fórum beint á Breiðdalsgrunn og vorum mest að veiða við Bæli karlsins. Þarna var dúndurveiði og stutt stoppað á miðunum,“ segir Jón í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar.

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, tók undir með Jóni. „Við vorum á sömu slóðum og Bergur en mest við Tólf tonna pyttinn. Við vorum eins og Bergur í um það bil 40 tíma á miðunum og þá var skipið fullt. Það er ekki hægt að kvarta yfir svona fiskiríi,“ segir Birgir Þór. Þetta voru síðustu túrar Bergs og Vestmannaeyjar á þessu kvótaári. Skipin munu halda til veiða á ný í kvöld.

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.