Nú eru tæpir fjórir dagar til stefnu þangað til að Þjóðhátíð Vestmannaeyja verður sett á föstudaginn, en þá er spáð austanblæstri og ágætis bleytu. Við heyrðum í Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi, og fengum hann til að skoða spána fyrir okkur.
„Þetta er þannig að það fara skil yfir með hvassviðri í suðaustanátt og talsverðri rigningu á miðvikudagskvöld og fram á fimmtudag,“ segir Einar um veðrið þegar súlurnar fara upp í Dalnum.
Fram á föstudag er spáð austanblæstri og sudda með köflum en svo hallar hann vindurinn sér í norðaustanátt á laugardag. „Það skiptir miklu máli að fá þessa norðaustanátt því þá er svo stillt. Sumar spár gera ráð fyrir því að það verði væta með norðaustanáttinni, en aðrar ekki og það er kannski mesta óvissan, hvort það verði væta á laugardag. En svo er norðaustanátt áfram á sunnudag og þá er ágætasta veður og ekki verið að spá rigningu,“ segir Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst