Met ágústmánuður í farþegaflutningum
10. september, 2024
Myndin er tekin í síðasta mánuði. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur.

„Herjólfur flutti 87.077 farþega í ágúst og hafa aldrei verið fluttir fleiri farþegar í ágústmánuði.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjafréttir.

Farþegafjöldi Herjólfs fyrstu átta mánuði ársins er því kominn í 344.715 farþega, sem er 2,3% færri farþegar en fyrstu átta mánuðina 2023.

Að sögn Harðar voru öflugir flutningar um verslunarmannahelgina og dagana eftir hana. „Sumarið lét aðeins sjá sig og um leið stigu farþegatölurnar upp.“

Þarf að gefa enn frekar í

Hann segir að minnkandi eftirspurn eftir Íslandi hjá erlendum ferðamönnum hafi því minni áhrif á farþegaflutninga til Eyja í sumar en á mörgum öðrum stöðum á landsbyggðinni.

„Því þakka ég öflugri markaðssetingu undanfarin ár hjá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja og einsýnt að Vestmannaeyjar sem áfangastaður þarf að gefa enn frekar í á því sviði til að bæta enn frekar okkar stöðu sem einn helsti áfangastaður landsins fyrir erlenda og innlenda ferðamenn.“ segir Hörður Orri að endingu.

Image001 (40)
Heimild: Herjólfur ohf.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst