Það verður mikið um dýrðir á komandi Safnahelgi enda 20 ár frá því hún var fyrst haldin. Nú er um að gera að taka dagana frá og njóta menningarveislunnar sem framundan er, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Safnahelgin verður dagana 31. október – 3. nóvember.
Fimmtudaginn 31. október
SAFNAHÚS
Kl. 13:30-14:30 Á ljósmyndadeginum sýnum við elstu myndirnar okkar af börnum í leikskólunum í Eyjum í tilefni 50 ára afmælis Kirkjugerðis.
STAFKIRKJA
Kl 17:00 Formleg setning. Tidy Rodrigues frá Grænhöfðaeyjum gefur okkur forsmekkinn af því sem koma skal í Eldheimum á laugardagskvöldið.
SAFNAHÚS
Kl. 18:00 Bjarni Ólafur Magnússon opnar málverkasýningu í Einarsstofu.
Föstudagurinn 1. nóvember
ELDHEIMAR
Kl. 14:00 Málþing um Surtsey. Borgþór Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson fjalla um þróun og framtíð Surtseyjar, sem þeir hafa rannsakað um áratuga skeið. Inga Dóra Hrólfsdóttir og Einar E. Sæmundsson segja frá virði heimsminjaskráningarinnar UNESCO.
Laugardagurinn 2. nóvember
RÁÐHÚS
Kl. 11:00-14:00 verður gestum boðið að kynna sér hinar miklu endurbætur innanstokks.
SAFNAHÚS
Kl. 14:00 koma í heimsókn skáldmennin Guðmundur Andri Thorsson, Jón Kalmann Stefánsson og Sindri Freysson sem kynna og lesa úr nýjum bókum sínum.
ELDHEIMAR
Kl. 20:30 Tidy Rodrigues, stórsöngkona frá Grænhöfðaeyjum mætir ásamt einvalaliði tónlistarfólks og flytur okkur söngperlur frá heimalandinu. Jafnframt verður kynning á þessum framandi eyjum sem allt of fáir þekkja. Miðasala og borðapantanir í Eldheimum 4882700 Verð aðeins kr. 4.900.
Sunnudaginn 3. nóvember
SAFNAHÚS
Kl. 13:00 Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir afhenda Vestmannaeyjabæ allt efni Eyjatónleika. Bjarni Ólafur segir sögu tónleikanna í máli og myndum ásamt því að tónlistarmenn flytja nokkur Eyjalög.
Fyrir börnin:
Bókasafnið verður með hrekkjavökugleði á laugardeginum kl. 12-15.
Sea Life Trust býður upp á hrekkjavökuratleik 31. okt. – 2. nóv. kl. 11-16. Nánari upplýsingar á facebóksíðu þeirra.
Hrekkjavakan í ár verður laugardaginn 2. nóv. kl. 19-21.
OPNUNARTÍMAR safna og sýninga um Safnahelgi:
ELDHEIMAR Opið á fimmtud., föstud., laugard. og sunnud. kl. 13 30– 16 30.
SAFNAHÚS Sýning Bjarna Ólafs opin fimmtud. og föstud.10-17; laugard. 12-15.
SAGNHEIMAR: Opið á fimmtud., föstud. og laugard. kl. 12 00– 15 00.
BÓKASAFNIÐ: Opið á laugardeginum kl. 12-15.
Þessu tengt: Stórsöngkona og málþing meðal hápunkta á safnahelgi – Eyjafréttir (eyjafrettir.is)
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst