Mikil viðurkenning fyrir Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum
Skólinn hlýtur Íslensku menntaverðlaunin 2025 fyrir öflugt og nýstárlegt starf í verkmenntun í nánu samstarfi við atvinnulífið
6. nóvember, 2025
Helga Kristín Kolbeins skólameistari tók við verðlaunum fyrir hönd Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Ljósmynd: Stjórnarráðið/Mummi Lú.

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025 í flokki framúrskarandi iðn- eða verkmenntunar við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 4. nóvember. Verðlaunin eru veitt árlega til að heiðra framúrskarandi starf í íslensku menntakerfi.

Markmið verðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Að auki er veitt hvatning til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum er þykja skara fram úr. Verðlaunin ná til leik-, grunn- og framhaldsskólastigs, sem og til listnáms og félags- og tómstundastarfs, segir í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu og frá innviðaráðuneytinu.

Endurspeglar samvinnu skólans, atvinnulífsins og samfélagsins í heild

Í umsögn dómnefndar segir að Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hafi á undanförnum árum markað sér sterka stöðu á sviði kennslu í málm- og vélstjórnargreinum.

Sérstaða skólans felist í því hvernig tekist hafi að umbreyta hefðbundnu bóklegu námi í verkefnamiðað og atvinnulífstengt ferli, þar sem nemendur vinna raunhæf verkefni sem endurspegla aðstæður í atvinnulífinu.

Í nánu samstarfi við fyrirtæki í sjávarútvegi og iðnaði hefur skólinn byggt upp öflugt námsumhverfi sem tengir saman fræðilega þekkingu og hagnýta færni. Þannig er tryggt að nemendur öðlist dýpri skilning á faggreinum sínum og séu betur undirbúnir fyrir störf á íslenskum vinnumarkaði.

Í litlu samfélagi eins og Vestmannaeyjum, þar sem iðnaður og sjávarútvegur eru lífæð byggðarinnar, hefur þessi nálgun reynst sérstaklega árangursrík. Nám í FÍV endurspeglar samvinnu skólans, atvinnulífsins og samfélagsins í heild. Samvinnu sem hefur orðið fyrirmynd fyrir önnur svæði á landinu.

Sjá einnig: Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlýtur Íslensku menntaverðlaunin 2025

Aðrir verðlaunahafar

Auk Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum fengu viðurkenningar: Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar fyrir afar metnaðarfullt og árangursríkt tónlistarstarf. Örvar Rafn Hlíðdal, íþróttakennari við Flóaskóli , fyrir framúrskarandi kennslu í íþróttum og árangur í starfi. Verkefnið Lítil skref á leið til læsis — samstarfsverkefni þeirra Leikskólinn Grænuvellir og Borgarhólsskóli á Húsavík — fyrir nýstárlega nálgun í málörvun og læsi og Háaleitisskóli í Reykjanesbæ fyrir skara fram úr í skólastarfi þar sem fjölmenning og stuðningur við nemendur með erlendan uppruna eru í forgrunni.

Hægt að senda inn tilnefningar til verðlaunanna fyrir árið 2026

Að verðlaununum standa fjöldi mennta- og fræðslustofnana, þar á meðal embætti forseta Íslands, Mennta- og barnamálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, auk háskóla, sveitarfélaga og samtaka sem starfa að menntamálum. Verkefnið er fjármagnað af Mennta- og barnamálaráðuneytinu, Innviðaráðuneytinu og Samtökum iðnaðarins.

Athygli er vakin á því að þegar er hægt að senda inn tilnefningar til verðlaunanna fyrir árið 2026 á www.skólaþróun.is, þar sem einnig má finna nánari upplýsingar um verðlaunahafa og viðurkenningar ársins.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.