Lóðir innan hafnarsvæðis voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Fram kom að í skýrslu Eflu “Vestmannaeyjahöfn skipulagsgreining” kom fram að mikil vöntun er á auknu svæði fyrir hafnarstarfsemi. Hafnarstjóri leggur til að starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs fari yfir nýtingu, tækifæri og gildandi samninga á hafnarsvæðinu.
Ráðið samþykkti í niðurstöðu sinni að fela starfsmönnum sviðsins að fara yfir nýtingu, tækifæri og gildandi samninga á hafnarsvæðinu og kynna niðurstöður á fundi framkvæmda- og hafnarráðs þann 15. nóvember næstkomandi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst