Í bæklingi gefnum út af embætti landlæknis, Ráðleggingar um hreyfingu, segir að �??jákvæð reynsla af hreyfingu á unga aldri eykur líkurnar á að fólk temji sér lífshætti sem fela í sér hreyfingu á fullorðinsárum. Dagleg hreyfing er börnum og unglingum nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt, þroska og andlega vellíðan. Hún er sameiginlegur leikur sem skapar meðal annars tækifæri til að þjálfa hreyfifærni, bæta líkamshreysti, eignast vini, auka félagslega færni og efla sjálfstraust.�?? Af því gefnu er ljóst að hreyfing hefur margvíslega kosti í för með sér og því ekki úr vegi að rýna nánar í umræddan bækling.
Ráðleggingar
Í bæklingnum er ráðlagt að öll börn og unglingar eigi að hreyfa sig allavega í eina klukkustund á dag, þar sem hreyfingin á að vera bæði miðlungserfið (t.d. rösk ganga, hjóla, synda eða skokka rólega) og erfið (t.d. rösk fjallganga, hlaup og flestar íþróttir og önnur þjálfun sem stunduð er með árangur í huga). Umræddum tíma má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn, t.d. tíu til fimmtán mínútur í senn. Með því að brjóta tímann niður í fleiri einingar verður verkefnið viðráðanlegra fyrir vikið. Sem dæmi er hægt að velta fyrir sér hversu margir geta gert hundrað armbeygjur í einni lotu? Líklega ekki margir, en hversu margir geta gert hundrað armbeygjur í fjórum lotum yfir daginn? Töluvert fleiri, það er nokkuð ljóst.
Einnig segir að fjölbreytni sé mikilvæg til að efla sem flesta þætti líkamans, svo sem afkastagetu lungna, hjarta og æðakerfis, vöðvastyrk, liðleika, viðbragð og samhæfingu. T.d. með því að skella sér í laugina og synda nokkrar ferðir er maður búinn að komast yfir öll ofangreind atriði á ekki lengri tíma en ca. hálftíma. Kröftug hreyfing hefur einnig góð áhrif á beinmyndun og beinþéttni, hreyfing á borð við göngur, hlaup og einhvers konar leikfimi.
Sérstaklega er bent á að óæskilegt sé að verja meira en tveimur klukkustundum á dag í að spila tölvuleiki eða horfa á sjónvarp en eins og flestir vita getur sá tími verið margfalt meiri hjá bæði ungu fólki og fullorðnu og því mikilvægt að foreldrar setji gott fordæmi.
Hreyfing minnkar með hækkandi aldri
Rannsóknir benda til að íslensk börn hreyfi sig minna eftir því sem þau verða eldri. Stúlkur hreyfa sig minna en drengir, taka síður þátt í íþróttastarfi og hætta fyrr í slíku starfi. Bæði kynin hreyfa sig meira á virkum dögum en um helgar. Af hverju ekki að skella sér með alla fjölskylduna í badminton um helgar? �?að er meira að segja frítt í Vestmannaeyjum.
Hvers konar hreyfing?
Eins og fyrr segir er fjölbreytt hreyfing mikilvæg. Börn eiga að geta fundið sér hreyfingu sem er bæði skemmtileg og í samræmi við getu þeirra. Fram kemur að góð hreyfifærni veiti börnum aukið sjálfstraust og tækifæri til að stunda fjölbreytta hreyfingu þegar þau verða eldri. �?að er t.d. ekki óalgeng sjón í líkamsræktarsölum fullorðið fólk og jafnvel unglingar sem búa yfir lítilli sem engri samhæfingu eða þekkingu á líkamsrækt yfir höfuð og þar það kannski afleiðing þess sem getið er að ofan. �?að er því margt vitlausara fyrir fólk í þessari stöðu en að leita til einkaþjálfara eða kunningja sem er vel að sér í líkamsrækt.
Sum börn eru �??rólegri í tíðinni�?? en önnur og þurfa meiri hvatningu til að hreyfa sig. �?á er mikilvægt að ræða við börnin og reyna að finna skýringu á því hvers vegna þau hreyfa sig lítið. Jafnframt er mikilvægt að komast að því hvers konar hreyfing gæti höfðað til þeirra. Skertur hreyfiþroski og önnur þroskafrávik gera börnum erfiðara fyrir að taka þátt í hópleikjum og getur almennt dregið úr löngun þeirra til að hreyfa sig. �?ví fyrr sem gripið er inn í og tekið á slíkum frávikum því meiri líkur eru á að barnið bæti færni sína og kynnist hreyfingu á jákvæðan hátt.
Nokkrir punktar sem foreldrar geta haft í huga:
-Verið góð fyrirmynd og hreyft sig með börnunum.
-Hugað að eigin hreyfivenjum og barna sinna.
-Hvatt til útileikja og þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi.
-Bent á athafnir sem fela í sér hreyfingu þegar börnunum leiðist.
-Gefið gjafir sem hvetja til hreyfingar, s.s. bolta, sippubönd, skauta eða hjól.
-Hvatt barnið til að ganga eða hjóla í og úr skóla.
-Samið við barnið um tímamörk fyrir daglega afþreyingu við skjá.