Mikilvægur leikur gegn sterkum Víkingum

ÍBV mætir Víkingum á útivelli klukkan 14.00 í dag í tuttugustu umferð Bestu deildar karla. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Víkingar eru í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig og eiga leik til góða á liðin í öðru, fjórða og fimmta sæti sem öll eiga möguleika á Evrópusæti.

ÍBV er í níunda sæti með 18 stig og þriggja stiga forskot á FH sem komst í úrslit Mjólkurbikarsins í síðustu viku. Lögðu Breiðablik sem trónir á toppi deildarinnar með 45 stig. Með sigri á Víkingum eru Eyjamenn komnir í þægilega stöðu fyrir úrslitakeppnina. En Víkingar eru erfiðir heim að sækja með skemmtilegasta lið deildarinnar.

ÍBV á tvo leiki eftir daginn í dag, Fram á heimavelli og Breiðablik á útivelli í síðustu umerðinni.

Myndina tók Sigfús Gunnar á leik ÍBV og Stjörnunnar á Hásteinsvelli síðasta sunnudag. Þar höfðu Eyjamenn betur sem er gott veganesti í leikinn í dag.

 

L Mörk Stig
Breiðablik 19 50:21 45
KA 19 40:23 36
Víkingur R. 18 42:28 35
Valur 19 38:29 32
Stjarnan 19 37:36 28
KR 19 28:27 26
Fram 19 36:39 23
Keflavík 19 29:33 22
ÍBV 19 29:37 18
FH 19 20:32 15
ÍA 19 18:41 14
Leiknir R. 18 18:39 13

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.