Mikilvægur sigur á heimavelli (myndir)

ÍBV vann mikilvægan 2-1 sigur á Keflavík á Hásteinsvelli í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag. Þetta er annar sigur strákanna í röð í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar. ÍBV er sem stendur sex stigum frá fallsæti þegar níu stig eru eftir í pottinum.

ÍBV komst yfir snemma leiks þegar Alex Freyr Hilmarsson skoraði úr teignum. Á 40. mínútu dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu á Keflavík þegar Arnar Breki Gunnarsson féll í teignum. Fyrirliðinn Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni og ÍBV leiddi 2-0 í hálfleik. Keflvíkingar minnkuðu svo muninn í byrjun seinni hálfleiks og þar við sat.

Næst á dagskránni er leikur gegn ÍA á Skaganum.

Ljósmyndir: Sigfús Gunnar Guðmundsson

Nýjustu fréttir

Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.