Minjastofnun samþykkir niðurrif
skallabol (3)
Skildingavegur 4 verður rifinn. Eyjar.net/TMS

Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Vestmannaeyjabæjar var tekin fyrir – að lokinni grenndarkynningu – breyting á deiliskipulagi vegna niðurrifs byggingar við Skildingaveg 4.

Fram kemur í fundargerð að skipulagsráð hafi samþykkt á 392. fundi sínum að kynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna breytinga á skilmálum lóðar nr. 4 við Skildingaveg, í samræmi við skipulagslög. Breyt­ing­in fel­ur í sér að heim­ilt verð­ur að rífa alla matshluta á lóðinni og lóðin verði á eftir hluti af athafnasvæði Vestmannaeyjahafnar.

Fram kemur að jákvæð umsögn hafi borist frá Minjastofnun Íslands. Ennfremur segir að sngar efnislegar athugasemdir hafi borist.

Fram kemur í deiliskipulagsuppdrætti að vegna breyttra aðstæðna og aukinna umsvifa vöru- og farþegaflutninga til og frá Vestmannaeyjum með Herjólfi er þörf fyrir að stækka athafnasvæði í kringum ferjuna. Skipulagsbreyting þessi felur í sér að rífa húsnæði sem nú standa í nálægð við bílainngang ferjunnar og gera þar ráð fyrir bílastæði fyrir stór ökutæki og vöruflutningavagna.

Í niðurstöðu segir að þar sem eng­ar at­huga­semd­ir hafi borist við til­lög­una, með vís­an í skipu­lagslög og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, skoð­ast til­lag­an sam­þykkt.

Nýjustu fréttir

Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.