Minna af makríl en í fyrra

Norðmenn fundu töluvert minna af makríl í uppsjávarleiðangri sínum en í fyrra. Norðmenn voru með tvö skip sem dekkuðu svæðið milli Noregs og Íslands, allt norður undir Svalbarða og suður til Færeyja. Fiskifréttir greindu frá þessu í morgun.

Mest fannst sunnarlega í Noregshafi en yngri makríll hélt sig í Norðursjó, að því er segir á vef norsku Hafrannsóknastofnunarinnar. Dreifingin náði yfir stærra svæði „en veiðin varð töluvert minni á svæðinu en í fyrra,“ skrifar Leif Nøttestad, leiðangursstjóri.

Slæmt veður var á svæðinu framan af, sem tafði leiðangurinn og Nøttestad segir mögulegt að þess vegna hafi makríllinn síður fundist. Ekkert benti til þess að makríllinn hafi haldið norður í Barentshaf þetta árið.

Uppsjávarleiðangur sumarsins er samstarfsverkefni hafrannsóknastofnana Íslands, Noregs, Færeyja, Danmerkur. Íslendingar fundu töluvert af makríl fyrir austan land, en hann var mjög dreifður, þéttleikinn lítill. Þetta er í samræmi við reynslu íslensku fiskiskipanna sem hafa átt erfitt með að finna makríl í nokkru magni innan íslensku landhelginnar þetta árið.

Að venju verður unnið úr upplýsingum leiðangursins þriðju vikuna í ágúst og niðurstöður ásamt nýju stofnmati kynntar í lok mánaðarins. Ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins verður svo birt 30. september.

Nýjustu fréttir

Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.