Minna Ágústsdóttir um Mey ráðstefnuna: „Gleðin var einstök“
8. maí, 2025

Kvennaráðstefnan Mey fór fram í Sagnheimum fyrir fullum sal kvenna þann 5. apríl síðastliðinn. Markmið ráðstefnunnar er að sameina konur, styrkja, gleðja og valdefla. Þrír ólíkir fyrirlesarar stigu á svið yfir daginn og fjölluðu um fjölbreytt og áhugaverð málefni. Minna Ágústsdóttir, forstöðukona Visku, stendur að baki ráðstefnunnar. Minna svaraði nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir.

Fullt nafn: Minna Ágústsdóttir.

Fjölskylda: Ég er gift Arnari Péturssyni, við eigum tvö börn Dag og Kötlu, tvö tengdabörn Svövu Töru og Elmar og tvo ömmu -og afaprinsa Flóka og Tandra.

Mottó: Hafa gaman, annars er svo leiðinlegt.

Síðasta hámhorfið: Alheimsdraumurinn og ég í alvöru græt úr hlátri.

Uppáhalds hlaðvarp? Hef verið að hlusta undanfarið á Komið gott með Ólöfu Skafta og Kristínu Gunnars.

Aðaláhugamál: Ég á mörg skemmtileg áhugamál. Fylgist mikið með handbolta hjá fólkinu mínu, elska alls kyns líkamsrækt og er dugleg að prufa nýja hluti, píanóið mitt sem aumingja nágranninn þarf að hlusta á mig spila á og síðast en ekki síst fjölskylda mín og vinir.

Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Fer á æfingu nánast daglega í Metó með góðum vinkonum og ég verð að fá kaffið mitt.

Hvað óttast þú mest: Í aukavinnu er ég áhyggjumálaráðherra, en hef síðustu ár reynt að segja upp því starfi og reyni að mæta hverjum degi og þeim áskorunum sem honum fylgja.

Hvað er velgengni fyrir þér: Þegar þú nærð að virkja fólkið og teymið í kringum þig, leyfir hverjum og einum blómstra og vaxa þá gerast geggjaðir hlutir.

Hvað er það besta við starfið þitt í Visku? Hvað það er ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt. Gaman að hafa frjálsar hendur með hvað hægt er að gera og bjóða upp á og koma til móts við óskir og þarfir fólks. Gaman hversu margir sækja íslenskukennslu og tómstundanámskeiðin sem við höfum verið að bjóða upp á. Ég er líka einstaklega heppin með samstarfskonur og stjórn, vinnum vel saman.

Hvað fannst þér standa upp úr á Mey í ár? Gleðin, vináttan og kærleikurinn í salnum var einstakur. Þær töluðu allar um það sem komu og fluttu erindi hvað það var góður salurinn af konum. Hlátrasköllin heyrðust um allan bæ langt fram á kvöld. Erindin voru allt í bland, fræðandi, seiðandi og fyndin.

Hvað er fram undan hjá ykkur í Visku? Nú fer vorönn að klárast með útskriftum úr íslenskukennslunni. Við verðum þó með þrjú námskeið í maí: Leikfangahekl, Hormónar og heilsa og Skartgerðina. Einnig er eftir ein fyrirtækjakynning þann 8. maí. Dagskrá haustannar er að taka á sig mynd og erum við mjög spenntar að henda henni í loftið. Skjöldur karlaráðstefnan verður svo aftur haldin þann 11. október.

Eitthvað að lokum? Mig langar að hvetja fólk til þess að fylgja okkur á samfélagsmiðlum og sjá hvað við erum að bjóða upp á og taka virkan þátt í starfinu. Það er alltaf hægt að kíkja í spjall eða senda okkur tölvupóst með hugmyndum og vangaveltum. Einnig ef fólk er að hugsa um að fara í frekara nám þá bjóðum við upp á náms- og starfsráðgjöf fólki að kostnaðarlausu.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst