Föstudagskvöldið 23. janúar verður boðið upp á notalega kvöldstund undir yfirskriftinni “Minningar um gos” í Eldheimum. Þar sameinast tónlist og frásagnir í opnu og hlýlegu samtali um minningar, upplifanir og stemningu sem tengjast eldgosum og lífinu í skugga þeirra.
Á dagskrá eru söngvar og sögur þar sem gestir hittast, hlusta og spjalla í afslöppuðu umhverfi. Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks stígur á svið og flytur efni sem tengist þema kvöldsins. Meðal flytjenda eru Hrafnhildur Helgadóttir, Júlíanna S. Andersen, Helga Jónsdóttir, Arnór Hermannsson, Unnur Ólafsdóttir, Sigurmundur G. Einarsson, Birgir Nielsen, Magnús R. Einarsson og Þórir Ólafsson.
Auk tónlistar munu sögumenn segja frá og mögulega mun leynigestur láta sjá sig og bæta við dagskrána. Opið verður í Eldheimum frá klukkan 20:00 og hefst dagskráin klukkan 20:30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.