Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
Helga, Arnór og Magnús koma m.a. fram á tónleikunum í Eldheimum.

Föstudagskvöldið 23. janúar verður boðið upp á notalega kvöldstund undir yfirskriftinni “Minningar um gos” í Eldheimum. Þar sameinast tónlist og frásagnir í opnu og hlýlegu samtali um minningar, upplifanir og stemningu sem tengjast eldgosum og lífinu í skugga þeirra.

Á dagskrá eru söngvar og sögur þar sem gestir hittast, hlusta og spjalla í afslöppuðu umhverfi. Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks stígur á svið og flytur efni sem tengist þema kvöldsins. Meðal flytjenda eru Hrafnhildur Helgadóttir, Júlíanna S. Andersen, Helga Jónsdóttir, Arnór Hermannsson, Unnur Ólafsdóttir, Sigurmundur G. Einarsson, Birgir Nielsen, Magnús R. Einarsson og Þórir Ólafsson.

Auk tónlistar munu sögumenn segja frá og mögulega mun leynigestur láta sjá sig og bæta við dagskrána. Opið verður í Eldheimum frá klukkan 20:00 og hefst dagskráin klukkan 20:30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.