Minningarsjóður Gunnars Karls stofnaður

Fjölskylda Gunnars Karls Haraldssonar hefur stofnað minningarsjóð í hans nafni.

Gunnar var fæddur árið 1994 og ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann greindist mjög ungur með taugasjúkdóminn Neurofibromatosis (NF1) sem hafði mikil áhrif á hans líf og lífsgæði. Hann lést 28. febrúar 2021 eftir baráttu við krabbamein.

Markmið sjóðsins er að halda baráttumáli hans á lofti með því að styrkja einstaklinga með fötlun til náms, tómstunda og íþróttaiðkunar og málefni sem styðja við þátttöku fatlaðra jafnt við aðra í samfélaginu.

Í tilkynningu á Facebook síðu sjóðsins segir.
Elsku Gunnar Karl okkar hefði orðið 28 ára þann 25. september næstkomandi og að því tilefni munum við formlega fagna stofnun sjóðsins í Eyjum helgina 24.-25. september og vonandi geta sem flest fagnað með okkur. Frekari upplýsingar um viðburðinn verða birtar á næstu dögum.

Það er því mjög viðeigandi að hópur á vegum “römpum upp Ísland” sé að störfum í Eyjum þessa dagana, en stefnt er að því að setja upp níu rampa víðsvegar í bænum á næstunni.

Áhugasömum er bent á heimasíðu minningarsjóðsins hér.

 

Nýjustu fréttir

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.