Nýlega keypti Samherji útgerðarfyrirtækið Berg – Hugin í Vestmannaeyjum og sölsaði þar með undir sig um 5.000 tonn í aflaheimildum. Í kjölfarið spratt upp umræða um svonefnd krosseignatengsl Samherja og Síldarvinnslunnar í Neskaupstað en saman- lögð aflaheimild fyrirtækjanna í síld og loðnu er mun meiri en lög heimila. Krosseignatengslin eru fyrir hendi.