“Þessi vika er stór hjá okkur á Suðurlandi. Við fáum 3080 skammta af Pfizer og 2400 skammta af Janssen. Við erum einnig að kalla fólk áfram inn í seinni skammt af Astra Zeneca. ATH að þessar skammta-tölur eiga við um allt Suðurland,” þetta kemur fram í frétt á vef HSU
Gangur í bólusetningum eftir starfsstöðvum:
Höfn – búin að boða alla sem eru á lista hjá okkur, alla sem eru skráðir með lögheimili á okkar svæði. Stór bólusetningardagur 16/6.
Kirkjubæjarklaustur – búin að boða flesta af listanum og mun boða restina á næstu dögum. Erum fáliðuð, munum vinna þetta eins hratt og hægt er á næstu 2 vikum.
Vík – búin að boða flesta af listanum, eða amk alla með skráð símanúmer. Erum fáliðuð, vinnum þetta eins hratt og hægt er á næstu 2 vikum.
Vestmannaeyjar – Erum búin að boða alla af handahófslistanum. Þessi vika er stór bólusetningarvika.
Árnes- og Rángársýsla – Erum búin að boða alla niður að árgangi 1991 kvk á handahófslistanum. Léleg mæting hefur verið síðustu vikur, búumst því við að geta boðað marga í afgangsefni. Reiknum með að allir 16 ára og eldri hafi fengið boð í næstu viku.
Mjög léleg mæting hefur verið í bólusetningar síðustu vikur, mikil vinna farið í það að kalla inn fólk með stuttum fyrirvara svo bóluefni fari ekki til spillis.
Munum að afléttingar á sóttvörnum í samfélaginu verða ekki nema við náum fram hjartónæmi með bólusetningum.
Sýnið samfélagslega ábirgð og mætið í bólusetningu.
Við erum öll almannavarnir
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst