Molda með nýjan slagara
Hljómsveitin Molda. Ljósmynd: Aðsend

„Hér er á ferðinni óheflað þjóðhátíðarrokk af gamla skólanum“ segir Helgi Tórshamar, aðalgítarleikari hljómsveitarinnar Moldu, um nýtt lag hljómsveitarinnar. Lagið heitir Í hálfa aðra öld og kom út á Spotify í gær.

Lag og texti er eftir Moldu, en Sævar Helgi Geirsson og Kristín Viðja hjálpuðu til með textagerð. Viðja syngur bakraddir, og stórvinur hljómsveitarinnar, ljúfmennið Grétar Lárus Matthíasson, var fenginn til að spila inn sólóið í laginu.

Ásmundur Jóhannsson sá um upptökustjórn og Jóhann Ásmundsson um lokavinnslu og hljómjöfnun (e. mastering). Lagið var tekið upp í Stúdíó Paradís sl. júní.

Molda stígur á stóra sviðið á föstudagskvöldi þjóðhátíðar ásamt rokkkarlakór Vestmannaeyja.

Hér má hlusta á lagið:

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.