Skil ekki ykkur sem eruð að væla yfir mótmælum útgerðarmanna og okkar sjómanna. Við sjómenn þurfum að sýna samstöðu gegn þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin er að reyna að koma á framfæri um þessar mundir. Veit ekki betur nema að þessi ríkisstjórn sé búin að vera með áróður gegn útgerðum þessa lands frá því að hún tók við, með því að telja landsmönnum trú um það að hún hafi það of gott. Vissulega hefur kaupmáttur útgerðar batnað á síðustu misserum sökum gengismunar en er það okkur að kenna að íslenska krónan er eins veik og hún er?