Í dag klukkan 16 verður opnuð athyglisverð sýning í sal Tónlistarskólans. Þar sýna félagar í Myndlistarfélagi Vestmannaeyja og kalla þau sýninguna „Vestmannaeyjabær 100 ára“ sem er vel við hæfi nú þegar við minnumst þess að 100 ár eru frá stofnun Vestmannaeyjakaupstaðar.
Goslokasýningin er stærsti sýningarviðburður Myndlistarfélagsins ár hvert. Sýningarstjóri er Gunnar Júlíusson. Allir velkomnir og er fólk hvatt til að mæta.
Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim öfluga hóp sem skipar Myndlistarfélagið. Á hverju ári má sjá framfarir og fjölbreytnin er mikil. Það ætti því enginn að vera svikinn af því að mæta í sal Tónlistarskólans og virða fyrir sér verkin sem þar verða sýnd.
Ekki skemmir að sýningin er sett upp undir styrkri stjón Gunnars. Er gott að eiga að menn eins og Gunnar þegar kemur að sýningum og myndlist almennt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst