Næstkomandi fimmtudag, 25.febrúar klukkan 20.00 verður opinn kynningarfundur á nýju háskólanámi í Eyjum í sal Visku að Strandvegi 50. Er hann opinn öllum sem áhuga hafa á að kynna sér nám í haftengdri nýsköpun.
�??�?etta er opinn og léttur kynningarfundur fyrir nýtt háskólanám í haftengdri nýsköpun. �?etta er þriggja anna nám sem hefst í Eyjum haustið 2016. Farið verður yfir efni og fyrirkomulag námslínu. Opið fyrir allar þær spurningar sem áhugasamir hafa,�?? sagði Árdís Ármannsdóttir, framkvæmdastjóri MBI og stýrihóps um háskólanám í Eyjum. �??Við verðum með kynningu fyrir framhaldsskólanemana á föstudeginum kl. 9:30 og við hvetjum þá og foreldra til að kynna sér þetta nám,�?? sagði Árdís einnig.