Í ljósi ástands í samgöngumálum milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja skora hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum, á stjórnvöld að grípa til tafarlausra aðgerða og bæta það ófremdarástand sem nú hefur skapast við lokun Landeyjahafnar. Landeyjahöfn er mannvirki, byggt sem hluti af þjóðvegakerfi Íslands, til að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Það er með öllu óviðunandi að höfnin sé lokuð stærstan hluta árs – frá byrjun vetrar til vors.