Ekki liggur fyrir hvernig staðið verður að hátíðarhöldum í tengslum við þjóðhátíð þetta árið.
“Staðan hefur ekkert breyst”, sagði Hörður Orri Gréttisson framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við mbl.is í gær. „Við erum bara að vinna að þessu,“ segir hann og bætir við að von sé á að niðurstaða fáist von bráðar, jafnvel í næstu viku. Miðasala hefur staðið yfir frá í febrúar, en spurður út í gang hennar viðurkennir Hörður að hún hafi verið „alls engin í langan tíma“.
Hann segir forsvarsmenn þjóðhátíðar eiga í góðu samtali við listamenn en vill að ekki tjá sig um hvort samið hafi verið við þá, að öðru leyti en að þegar hafi verið búið að gera einhverja samninga áður en kórónuveirufaraldurinn hófst.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst