Níu fjölmiðlar á landsbyggðinni fengu styrk
Blöð
Eyjasýn ehf. sem gefur út Eyjafréttir og heldur úti Eyjafréttir.is og Eyjar.net var meðal þeirra sem fengu styrk.

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til einkarekinna, staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að markmið með styrkveitingunum sé að efla starfsemi staðbundinna fjölmiðla á landsbyggðinni en þeir gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um menningar- og samfélagsmál og styðja með þeim hætti við lýðræðisþátttöku og menningarstarf.

Auglýst var eftir umsóknum um styrki til staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins þann 20. nóvember sl. með umsóknarfresti til miðnættis 7. desember. Alls bárust 9 umsóknir fyrir tilgreindan umsóknarfrest. Til úthlutunar voru 15 m. kr., 12,5 m. kr. frá menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti og 2,5 m. kr. frá innviðaráðuneyti. Allar gildar umsóknir uppfylltu skilyrði reglna nr. 1189/2025 um styrkveitingar til staðbundinna fjölmiðla og hljóta eftirfarandi fjölmiðlaveitur styrk, hver að upphæð 1.666.667 m. kr.

  • Akureyri.net, útgefandi Eigin herra ehf.
  • Austurglugginn og Austurfrett.is, útgefandi Útgáfufélag Austurlands ehf.
  • Bæjarblaðið Jökull, útgefandi Steinprent ehf.
  • Eyjafréttir og Eyjafrettir.is, útgefandi Eyjasýn ehf.
  • Tígull og Tigull.is, útgefandi Leturstofan Vestmannaeyjum ehf.
  • Skessuhorn og Skessuhorn.is, útgefandi Skessuhorn ehf.
  • Sunnlenska.is, útgefandi Tvær stjörnur ehf.
  • Vikublaðið og Vikubladid.is, útgefandi Útgáfufélagið ehf.
  • Víkurfréttir og Vf.is, útgefandi Víkurfréttir ehf.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.