Helgina 12. til 14. febrúar nk. verður boðið upp á beint flug fram og til baka milli Vestmannaeyja og Akureyrar. Á fréttavef Akureyrar segir að þetta sé góður kostur fyrir Norðlendinga og kannski sérstaklega norðlenska kylfinga þegar í fyrsta sinn verði farið í beint áætlunarflug á milli Vestmannaeyja og Akureyrar, tvisvar sinnum fram og til baka.