Árni Johnsen alþingismaður segir að Norðurlandaþjóðirnar, aðrar en Færeyingar og Grænlendingar, hafi traðkað á Íslendingum og notað Ísland sem peð á taflborði Evrópusambandsins. Hann er þeirrar skoðunar að Ísland eigi að slíta því norræna samstarfi og hætta í Norðurlandaráði ef þessar Norðurlandaþjóðir setji afgreiðslu Icesave sem skilyrði fyrir lánveitingu til Íslands.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst