Norskur miðjumaður til ÍBV
Jorgen Pettersen. Ljósmynd: trottur.is

Norski knattspyrnumaðurinn Jörgen Pettersen hefur samið við knattspyrnudeild ÍBV um að leika með liðinu út árið 2025. Hann kemur til liðsins frá Þrótti Reykjavík þar sem hann lék í Lengjudeildinni í sumar.

Í tilkynningu á vefsíðu ÍBV segir að samtals eigi Jörgen sem er 27 ára 114 KSÍ leiki og hefur hann skorað í þeim 26 mörk. 2025 verður fimmta keppnistímabil hans á Íslandi en áður lék hann tvö sumur með ÍR og tvö með Þrótti.

Jörgen, sem er miðjumaður, kemur til með að styrkja lið ÍBV og er hann fimmti leikmaðurinn sem gengur til liðs við félagið frá því að Þorlákur Árnason tók við liðinu. Knattspyrnuráð býður hann velkominn til Vestmannaeyja.

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.