Tekin var fyrir skipan goslokanefndar fyrir árið 2025, á síðasta fundi bæjarráðs. Fram kemur í bókun rásðins að bæjarráð taki undir þakkir bæjarstjórnar fyrir vel heppnaða hátíð í sumar.
Bæjarráð samþykkti samhljóða að skipa í gosloknefnd fyrir árið 2025 Ernu Georgsdóttur, sem verður formaður, Magnús Bragason, Birgi Níelsen, Dóru Björk Gunnarsdóttur og Súsönnu Georgsdóttur. Með nefndinni starfar Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst