Um þessar mundir fer fram vinna við gerð menningarstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ. Fyrr á árinu var skipaður starfshópur sem í sitja Gígja Óskarsdóttir safnstjóri Sagnheima, Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja, Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima og Sigurhanna Friðþórsdóttir verkefnisstjóri.
Vinnan gengur vel og stefnt er á að henni ljúki á fyrri hluta næsta árs. Tekin hafa verið rýnihópaviðtöl við hina ýmsu hópa í samfélaginu þar sem reynt hefur verið að fá fulltrúa sem flestra hagsmunaaðila að borðinu. Til þess að gefa enn fleirum kost á að segja sína skoðun hefur verið settur upp hugmyndakassi í Safnahúsi Vestmannaeyja. Þar verður tekið við hugmyndum og ábendingum til 31. janúar 2026. Að auki hefur starfshópurinn netfangið menningarstefna@vestmannaeyjar.is.
Það er von okkar að áhugafólk um menningu í Vestmannaeyjum leggi lóð sitt á vogarskálarnar svo útkoman verði sem allra best, segir í tilkynningu starfshópsins.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst