Nýja Vest­manna­ey stóðst próf­an­ir
9. júlí, 2019
Ljósm. Vard

Hin nýja Vestmannaey, sem er í smíðum hjá skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi, fór í prufusiglingu hinn 27. júní sl.. Hinn 5. júlí fóru síðan fram veiðarfæraprófanir en þá var allur búnaður sem tengist veiðarfærum um borð í skipinu prófaður. Guðmundur Alfreðsson, útgerðarstjóri Bergs-Hugins, er í Noregi og segir að siglingin og veiðarfæraprófanirnar hafi gengið vel í alla staði og ríki mikil ánægja með skipið.

Gert er ráð fyrir að Vestmannaey verði afhent Bergi-Hugin, dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar, síðar í þessari viku.

Systurskip Vestmannaeyjar, Bergey, er einnig í smíðum hjá Vard í Aukra og er ráðgert að það verði sjósett í ágústmánuði næstkomandi. Skipin eru tæplega 29 metrar að lengd og 12 metra breið og há, segir í tilkynningu frá Síldarvinnslunni.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.