Ómar Björn Stefánsson í verslun Skipalyftunnar fór með okkur yfir þjóðhátíðarúrvalið í versluninni. Fjölmargar vörur fást þar fyrir tjaldið, svo sem grasteppi í tveimur breiddum og nóg af tjaldhælum.
Veðurstofa Íslands spáir nú úrkomu alla helgina og virðist sem það eigi eftir að rigna linnulaust. Verslun Skipalyftunnar býr svo vel að en hún á nóg af sílíkonspreyi sem spreyja má á tjaldið og ljáir tjaldefninu þann eiginlega að geta hrint frá sér vatni.
„Ég mæli alveg hiklaust með þessu – en líka samt með málbandi,“ segir Ómar í gríni, en fyrir utan úðann þá er líka til nóg af plasti í tjaldið á lager.
Ekki gleyma dýrunum
„Nú fyrir þá sem eru ekki á leiðinni í Dalinn þá erum við með málningu á 30% afslætti og nóg af dýramat. Það má ekki gleyma dýrunum yfir verslunarmannahelgina,“ segir Ómar að lokum.
Verslun Skipalyftunnar er opin alla virka daga frá klukkan 8:00 til 18:00 og um helgar á milli 10:00 og 14:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst