Nytsamar þjóðhátíðarvörur í Skipalyftunni
Ómar með vatnsvarnarúðann fyrir tjaldið. Eyjafréttir/Eyjar.net: SSÖ

Ómar Björn Stefánsson í verslun Skipalyftunnar fór með okkur yfir þjóðhátíðarúrvalið í versluninni. Fjölmargar vörur fást þar fyrir tjaldið, svo sem grasteppi í tveimur breiddum og nóg af tjaldhælum.

Veðurstofa Íslands spáir nú úrkomu alla helgina og virðist sem það eigi eftir að rigna linnulaust. Verslun Skipalyftunnar býr svo vel að en hún á nóg af sílíkonspreyi sem spreyja má á tjaldið og ljáir tjaldefninu þann eiginlega að geta hrint frá sér vatni.

„Ég mæli alveg hiklaust með þessu – en líka samt með málbandi,“ segir Ómar í gríni, en fyrir utan úðann þá er líka til nóg af plasti í tjaldið á lager.

Ekki gleyma dýrunum

„Nú fyrir þá sem eru ekki á leiðinni í Dalinn þá erum við með málningu á 30% afslætti og nóg af dýramat. Það má ekki gleyma dýrunum yfir verslunarmannahelgina,“ segir Ómar að lokum.

Verslun Skipalyftunnar er opin alla virka daga frá klukkan 8:00 til 18:00 og um helgar á milli 10:00 og 14:00.

Gæðafóður frá Royal Canin.

 

Nýjustu fréttir

Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.