Þar sem mannanna verk og náttúran mætast geta stundum orðið árekstrar. Það á þó ekki alltaf við og stundum er hægt að sjá skemmtilegar hliðar á því sem fer í taugarnar á öðrum. Sorpbrennslustöðin í Vestmannaeyjum verður seint talin bæjarprýði en Halldór B. Halldórsson, húsvörður á sjúkrahúsinu sá þó nýjan flöt á málinu um helgina. Hann myndaði það sem fyrir augu bar og er engu líkara en þarna sé komið nýtt eldfjall í Eyjum.