�?lafur Jónsson frá Laufási hefur lengi blásið í saxófón, bæði með Lúðrasveit Vestmannaeyja og við önnur tækifæri. Svo skemmtilega vildi til að á Eyjakvöldi á Kaffi Kró sl. fimmtudagskvöld var hann mættur með Guðlaugi syni sínum og sonarsyninum �?lafi Ágústi Guðlaugssyni. �?ar léku þeir með Blítt og létt sem mánaðarlega stendur fyrir Eyjakvöldum á Kaffi Kró yfir vetrartímann. Allir spila þeir á saxófóna af mikilli list. �?lafur er Eyjamaður vikunnar.
Nafn: �?lafur Jónsson
Fæðingardagur: 23.06.48.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Fráskilinn og á tvö börn og þrjú barnabörn,
Draumabíllinn: Bíllinn sem ég á hverju sinni.
Uppáhaldsmatur: Lambakjöt.
Versti matur: Pizza og pastaréttir sem telst varla matur.
Uppáhalds vefsíða: Heimaslóð.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Góð swing tónlist.
Aðaláhugamál: Tónlist.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Winston Churchill.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Höfnin í Brandinum.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV, en á engan uppáhaldsíþróttamann.
Ertu hjátrúarfull/ur: Nei, það get ég ekki sagt.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Nei, nei.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Norrænir sakamálaþættir.
Hvenær byrjaðir þú að læra á saxófón: �?að var 1961.
Hvenær tókstu fyrstu skrefin með LV: Apríl 1962.
Var ekki gaman að spila með peyjunum: Að sjálfsögðu.
Hver er besti spilarinn: Vill helst ekki svara því.