Veðurstofan hefur gefið út aðra gula við vörun fyrir Suðurland. Einng er gul viðvörun á Suðaustulandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í dag kl. 15:00 og gildir hún til morguns, 1. des. kl. 05:00. Í viðvörunarorðum segir: Austan 15-23 m/s, með vindhviður að 35-40 m/s við fjöll, hvassast undir Eyjafjöllum. Varasamt ökutækjum, sem taka á sig vind. Nánar um veðrið hér.
Þá segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. að ferjan muni sigla til Þorlákshafnar í dag samkvæmt áætlun, með brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00, og frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:30, 15:45, 18:15, 19:30, 22:00 og 23:15 falla niður.
Á þessum árstíma er ávallt hætta á að þurfa að færa siglingar milli hafna og því er ekki ráðlegt að skilja eftir farartæki í Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn. Farþegar sem hyggjast nýta gistirými ferjunnar eru jafnframt minntir á að koma með sinn eigin búnað.
Varðandi siglingar á mánudag verður gefin út uppfærð tilkynning í síðasta lagi kl. 06:00 á mánudagsmorgni, segir í tilkynningunni.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst