Opið bréf frá Dýravinafélagi Vestmannaeyja
Hundagerði á Haugasvæðinu. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Þann 8. september sl. sendi Dýravinafélag Vestmannaeyja inn fyrirspurn til umhverfis- og skipulagsráðs og til Brynjars Ólafssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og lýstum við yfir áhyggjum okkar um efnistöku á haugasvæðinu sem gæludýraeigendur nota sem hundasvæði. Enn hafa ekki borist nein svör og því viljum við ítreka fyrirspurn okkar um framtíð hundasvæðisins.

Samkvæmt upplýsingum sem við höfum lesið í fjölmiðlum kemur m.a. fram að svæðið verði um 4 ha. að stærð og að áætlað efnismagn sé um 1,5 milljón rúmmetrar.

Við í Dýravinafélagi Vestmannaeyja, viljum hér með koma á framfæri áhyggjum okkar vegna framtíð þessa svæðis og hvort annað svæði sé í huga fyrir hundaeigendur. Hundasvæðið hefur verið mikilvægur staður í fjölda ára fyrir hundaeigendur og samfélagið í heild, bæði til útivistar og dýravelferðar.

Við óskum því eftir að fá svör við eftirfarandi:

Hvað verður um núverandi hundasvæði, þar sem efnistakan nær yfir það?
Er gert ráð fyrir að hundasvæðið verði fært annað?
Og ef svo er, er möguleiki á að stjórn Dýravinafélagsins fái að vera með í ráðum varðandi staðsetningu og hönnun nýs hundasvæðis, svo tryggt verði að það uppfylli þarfir bæði hunda og eigenda þeirra?

Hvað verður um svæðið sem gæludýraeigendur hafa nýtt sem grafreit?
Fá gæludýraeigendur afnot af öðru svæði til að leggja dýrin sín til hinstu hvílu?
Við leggjum ríka áherslu á að í allri skipulagsvinnu sé tekið tillit til mikilvægi útivistarsvæða fyrir dýr og eigendur þeirra. Hundasvæðið hefur sannað gildi sitt og við teljum brýnt að tryggja áframhaldandi aðgengi að sambærilegu svæði, ef nauðsyn ber til tilfærslu þess.

Við hlökkum til svars og vonum að við fáum tækifæri til samráðs við ráðið um þetta mál.

 

Virðingarfyllst,

f.h. Dýravinafélags Vestmannaeyja

Þóra Gísladóttir

Guðný Halldórsdóttir

Sonja Andrésdóttir

Elísa Hallgrímsdóttir

Marsibil Sara Pálmadóttir

Elín Björk Hermannsdóttir

Daníel Edward Jónsson

Nýjustu fréttir

Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.