Opið bréf til Írisar bæjarstjóra
Kristján Óskarsson skrifar
Hraunb IMG 3125 2
Dvalarheimilið Hraunbúðir. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Tilefni þessa bréfs er að ég hef haft áhyggjur af loftræstingarkerfinu á Hraunbúðum.

Nú er ég búinn að vera að fylgjast með loftræstikerfinu síðan í febrúar. Keypti 6 rakamæla í Heimaraf til að kanna rakastigið. Fékk starfskonur til að fara með mæla inn á ýmis herbergi til að kanna rakastigið, sem reyndist því miður alltof lágt. Lágt rakastig hefur slæmar afleiðingar.

  1. Veldur þurrk í augum.
  2. Þurrk í munni (fólk verður þyrst).
  3. Meiri hætta á sýkingu.
  4. Fólk sefur meira.

 

Öll þessi 4 atriði hafa því miður komið fram hjá eiginkonu minni, Emmu Pálsdóttur sem dvelur á Hraunbúðum. Það var verið að gefa henni friðarpípu 4 sinnum á sólarhring, en eftir að ég keypti rakatæki í herbergið hennar þá fær hún aðeins einu sinni á sólarhring eða jafnvel aldrei friðarpípu.

Mínar mælingar á rakastiginu sína aðeins 32% til 38%.  En eðlilegt rakastig er 40% til 60%. Ég kom því til leiðar að sérfræðingur kom og gerði eittthvað við kerfið en það dugði því miður ekki nema í 3 daga. Þá fór þetta allt aftur í sama farið.

Nú krefst ég þess að að bæjaryfirvöld láti gera við þetta til frambúðar, svo vistmönnum og starfsfólki líði betur í húsinu. Starfsfólkið hefur tjáð mér að það skilji núna hvers vegna það er með þurrk í augum og þarf að drekka mikið í vinnunni, einnig hefur það sagt mér að þau telja að þetta sé búið að vera bilað í 2 til 3 ár.

Mér finnst að fólkið sem dvelur þarna eigi betra skilið en þetta ástand. Þetta er fólkið sem er búið að gera þetta bæjarfélag okkar af því sem það er. Þess má geta að eiginkonan mín er með Alzheimers sjúkdóminn. Ég er ekki að skrifa þetta til að hún læknist af þeim sjúkdómi, en ég vil að henni og öðrum vistmönnum líði betur. Það er hægt með því að laga loftræstikerfið. Það sýndi sig eftir að ég keypti rakatækið. Henni líður mun betur.

Nú fer ég fram á að bæjaryfirvöld láti laga þetta. Þetta á bara að vera í lagi.

Svar óskast hér á þessum sama vettvangi.

 

 

Virðingarfyllst.

Kristján Óskarsson.

 

Dags. Dags. Dags.
  24/05/25 25/05/25 26/05/25
Herbergi Kl: 18:00 Kl: 18:00 Kl: 18:00
B 0% 32% 39%
C * 45% 45% 40%
D 0% 32% 39%
E 30% 24% 30%
25 0% 34% 37%
27 0% 30% 32%
30 0% 33% 32%
23 0% 33% 38%
32 0% 33% 37%
21 0% 32% 36%
20 0% 33% 37%
5 0% 30% 31%
A 0% 30% 38%
7 0% 31% 31%
9 0% 31% 32%
Vesturgangur 0% 36% 33%
Vaktherbergi 0% 37% 32%
Matsalur 0% 30% 32%
Býtibúr 0% 30% 33%
Meðaltal 38% 32% 35%

 

* Herbergi C er herbergi Emmu með rakatæki.

Nýjustu fréttir

Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.