Á morgun, fimmtudag, verður haldinn opinn borgarafundur um umhverfismál í Höllinni. Fundurinn er á vegum Umhverfisstofnunar og hefst klukkan18:00. Kristín Linda Árnadóttir, Sigríður Kristjánsdóttir og Kristinn Már Ársælsson frá stofnuninni munu halda framsögu, auk þeirra Þorsteinn Ólafsson frá Matvælastofnun og Haraldur Briem, sóttvarnalæknir.