Örlög skákuðu strák af siglfirsku Möller-kyni til Eyja
12. mars, 2024
bassi_mynd-benno
Kristján Lúðvík Möller - Bassi er verkstjóri í saltfiskvinnslu Vinslustöðvarinnar. Ljósmynd/vsv.is

 „Vertíðin hefst yfirleitt með látum í febrúar en í ár hefur hún verið jafnari alveg frá áramótum. Þetta er gósentíð, botnlaus keyrsla með skiptipásum frá morgni til kvölds svo vélar í vinnslunni stoppi aldrei. 

Núna snýst lífið um að vinna, borða og sofa. Ég mæti um sjöleytið á morgnana og kem heim undir kvöldmat. Borða, fer í sturtu og leggst upp í rúm með spjaldtölvu til að horfa á fréttir í sjónvarpi. Svo lognast ég út af og frú Ólöf sér um að hirða af mér tölvu og gleraugu undir nóttina.“

15 ára skólastrákur í sumarvinnu í Eyjum

Bassi er verkstjóri í saltfiskframleiðslu Vinnslustöðvarinnar og tekur fram að lýsingin á vinnudeginum eigi við núna, þegar komið sé fram í síðari hálfleik á starfsferlinum. Áður  mætti hann fyrr á morgnana og vann jafnan lengur fram eftir. Á vertíðinni er líka unnið á laugardögum en reynt er eftir megni að halda sunnudagana heilaga. Samt talar hann um að hafa „hægt á sér“ við vinnu í samræmi við aldur. Rætt er við Bassa á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar. 

Bassi hóf störf hjá Vinnslustöðinni fyrir einum áratug eða svo, fyrst sem verkstjóri í frystingu en síðar í saltfiski. Saltfiskvinnsla var reyndar örlagavaldur í lífinu. Hann kom nefnilega fyrst til Vestmannaeyja sem 15 ára skólastrákur frá Reykjavík til að vinna hjá föðurbróður sínum og verkstjóra Ísfélagsins, Kristni T. Möller. Sumarlífið varð saltfiskur í Eyjum næstu árin en svo lágu leiðir þeirra Ólafar Helgadóttur saman. Hún er inngróin Eyjakona og þar með kom að því að Bassi fór ekki til baka suður um haustið.

Einn af mörgum Möllerum frá Sigló

Náunginn sem ber gælunafnið Bassi heitir fullu nafni Kristján Lúðvík Möller og nöfnin skapa ósjálfráð hugrenningatengsl til Siglufjarðar. Þar er þjóðþekkt útungarstöð Möllera og tengsl við Alþýðuflokkinn eru gjarnan nefnd í sömu andránni en þau teljast samt ekki algild.

Enda kemur á daginn að einmitt á Siglufirði eru rætur Bassa og hann var skírður í  höfuð afa síns, Kristjáns Lúðvíks Möller, yfirlögregluþjóns á Siglufirði. 

Faðir Bassa var William Thomas Möller kennari (f. 1914, d. 1965) og í systkinahópi Williams var Jóhann Georg Möller, verkstjóri Síldarverksmiðju ríkisins og bæjarfulltrúi krata á Siglufirði. Þekktust barna Jóhanns Georgs Möllers eru Kristján L. Möller, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og Alma D. Möller, landlæknir og mögulegur frambjóðandi til embættis forseta Íslands í sumar, ef marka má vangaveltur spekinga í þjóðmálaumræðunni.

Farðu og kokkaðu!

Bassi fæddist og óx úr grasi á Skógum undir Eyjafjöllum. Faðir hans réð sig til kennslu í Skógaskóla haustið 1950, á öðru starfsári skólans. Hann varð bráðkvaddur 19. júlí 1965, 51 árs að aldri. Eiginkona hans, Guðrún Sigurðardóttir, frá Ytri-Sólheimum í Mýrdal (f. 1924, d. 2020), bjó ásamt börnum þeirra áfram á Skógum til 1976. Þá fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. 

William og Guðrún áttu fjögur börn saman: Jónu Sigurbjörgu, Kristján Lúðvík, Sigríði Erlu og Willu Guðrúnu. Þá gekk William Þorgerði, dóttur Guðrúnar, í föðurstað.

Yngsta dóttirin, Willa Guðrún, fæddist fimm vikum áður en William féll frá og hlaut skírn við líkbörur föður síns.

„Þú nefnir réttilega kratatengsl Möller-ættarinnar en þau áttu ekki við um pabba. Mamma sagði mér að hann hefði alltaf verið sjálfstæðismaður, alveg heiðblár í gegn! Hún hélt fjölskyldunni saman, fluttist síðar frá Skógum og skilaði okkur vel og örugglega til fullorðinsára með dugnaði sínum og elju.

Ef einhverjir eiga fálkaorður skilið eru það mæður sem missa eiginmenn sína og sitja eftir með skara barna sem þær síðan framfleyta og koma til manns.

Ég var í skóla í Reykjavík á vetrum en Kristinn frændi tók mig síðan til sín í saltfiskvinnslu í Vestmannaeyjum. Ég bjó hér í verbúð og frændi minn líka fyrsta sumarið, 1975, til að ábyrgjast mig allan sólarhringinn.

Árið 1979 lauk ég skólagöngunni og flutti alveg til Vestmannaeyja, þökk sé blómarósinni Ólöfu. Það var gæfuspor í öllum skilningi enda hvergi betra að vera en í Eyjum.

Ég fór á sjó hjá Ísfélaginu 1983 og var á ýmsum skipum þess í þrjá áratugi, lengst af á uppsjávarskipunum Gígju, Antaresi og Guðmundi á loðnu og síld en líka á Álsey, Smáey og Suðurey. Sömuleiðis var ég á frystitogaranum Snorra Sturlusyni sem Ísfélagið átti og gerði út.

Í veiðihléum, þegar hvorki var loðnu né síld að hafa, fékk skipstjórinn á Antaresi og Guðmundi skip til að leika sér á með troll á humarveiðum og tók okkur með sér sem vildum. Þess vegna er listinn minn yfir skip, sem ég var á hjá Ísfélaginu, lengri en ella.

Síðasti kafli sjómennskuferilsins var áratugur á Bergey, skipi Bergs-Hugins.

Mestallan tímann til sjós var ég kokkur. Einhvern tíma vantaði kokk og skipstjórinn sagði:

– Bassi, farðu og kokkaðu!

Ég hlýddi án þess að hafa nokkru sinni eldað mat. Þar með varð ég kokkur.

Heima hjá mér kem ég helst ekki nálægt matargerð. Frúin sér um það en fær mig oftast til liðs við sig til undirbúnings matar í veislum og á stórhátíðum.“

Fjölþjóðaflokkur saltar þorsk

„Og nú loka ég hringnum í saltfiski hjá Vinnslustöðinni. Umsvifin í framleiðslunni hafa aukist mjög á fáum árum. Við söltum fisk fyrir markaði í Portúgal og á Spáni. Vinnsluferlið er svipað en smekkur og tilfinning er mismunandi í þessum grannríkjum.

Portúgalir vilja stærri fisk en Spánverjar. Við sprautusöltum fiskinn handa Spánverjum og látum hann liggja í pækli áður en saltað er. Fiskur fyrir Portúgali er hins vegar saltaður á hefðbundinn hátt.

Starfsmenn í saltfiskvinnslunni eru jafnan á bilinu 55 til 60, fjölþjóðlegur og góður hópur. Við Íslendingarnir erum innan við tíu og með okkur starfar fólk frá Portúgal, Póllandi, Eystrasaltsríkjum, Slóveníu, Gana og víðar að.

Samstarfið gengur vel og okkur helst vel á mannskap. Úrvalsfólk upp til hópa, harðduglegt og ósérhlífið.

Nú er bara gaman og tíminn líður hratt á vertíðum. Vinna hefur aldrei drepið nokkurn mann.“

Fleiri myndir má sjá hér.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.