Kvennalið ÍBV vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu á heimavelli í 2. umferð N1-deildar þegar Grótta kom í heimsókn. Áður höfðu Eyjastúlkur tapað fyrir Fylki á útivelli en sigurinn á Gróttu var nokkuð sannfærandi. Eftir jafnar upphafsmínútur, þar sem Grótta komst m.a. í 1:3, tóku Eyjastúlkur öll völd á vellinum og breyttu stöðunni í 7:3. Þær litu svo aldrei um öxl eftir það, skoruðu hvert markið á fætur öðru úr hraðaupphlaupi og unnu að lokum með átta mörkum, 33:25.