�?sáttur við sambandsslitin og gekk í skrokk á konunni
28. febrúar, 2011
Ein líkamsárás var kærð í síðustu viku hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Um var að ræða ósætti pars sem var að slíta samvistum. Varð maðurinn eitthvað ósáttur við sambandsslitin og gekk í skrokk á konunni, sem náði að flyja undan manninum. Ekki var um alvarlega áverka að ræða en málið er í rannsókn eftir því sem kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar, sem má lesa í heild sinni hér að neðan.