Eyjapeyjinn Óskar Elías Zoega Óskarsson er genginn til liðs við KFS frá ÍBV. Óskar sem nú er að einbeita sér að þjálfun hjá ÍBV ætlar að taka slaginn með KFS í 3. deild og er það sannkallaður happafengur fyrir liðið.
Óskar á að baki 185 leiki með ÍBV, Vestra, Þór Ak, KFR og KFS og ætti því að geta kennt ungu peyjunum í KFS eitt og annað. Óskar lék í Bestu deildinni í sumar með ÍBV og hefur leikið bæði sem miðjumaður og varnarmaður.
KFS býður í tilkynningu frá félaginu Óskar hjartanlega velkominn til baka.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst