ÍBV sótti KR heim í Frostaskjól í dag, sunnudag, í leik í Pepsi-deild karla.
KR-ingar tóku fljótt öll völd á vellinum og einkenntist varnaleikur Eyjamanna á vandræðagangi. Eftir 36 mínútna leik var ÍBV búið fá dæmd á sig tvö víti og fá á sig þrjú mörk. Þannig var staðan þegar gengið var inn í hálfleik. Eyjamenn náði þó aðeins að sækja undir lok fyrri hálfleiks og voru nálægt því að skora.
KR hélt svo sókn sinni áfram strax frá upphafi fyrri hálfleiks og bættu þeir við marki á 63. mínútu.
ÍBV klóraði aðeins í bakkan með marki frá Sindra Snæ Magnússyni beint úr aukaspyrnu. Lokastaðan var því 4-1 KR í vil.
Eftir 18 umferðir stendur ÍBV í 8. sæti með 22 stig óþægilega nálægt fallbaráttunni en Fjölnir og Fylkir sitja jöfn í 10 og 11sæti með 16 stig.
Næsti leikur ÍBV er gegn Víkingi R. á Hásteinsvelli sunnudaginn 2. september næstkomandi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst