Óþrifnaður í Þórsheimilinu og okur á tjaldstæði

„Ég var gestur á fjölskyldutjaldsvæðinu hjá Þórsheimilinu þjóðhátíðarhelgina og var einnig starfsmaður ÍBV í gæslu á hátíðinni. Við ákváðum að nota fjölskyldutjaldsvæðið sem er bæði í stuttu göngufæri við Dalinn og með þjónustumiðstöð (Þórseimilið) eða öllu heldur að við héldum, að hægt væri að nota,“ segir kona í pósti til Eyjafrétta. Lýsing hennar er ófögur og okkur ekki til sóma.

„Við komum þarna á þriðjudagskvöld og er okkur sagt að það þurfi að borga 2200 krónur á mann á nóttina auk 1300 króna í rafmagn, allt í lagi og gott og gilt en á fimmtudaginn hækkaði gjaldið uppi  3000 krónur á mann fyrir nóttina.

Alveg fáránlegt fyrir sömu þjónustuna sem var svo bara engin, ekkert eftirlit með húsinu alla helgina. Ekkert þrifið og aðkoman eftir því. Hreinn viðbjóður að koma þarna inn eftir vaktina kl 8.00 á morgnana og ætla að skola af sér eftir vakt næturinnar. Fyrir þennan viðbjóð borguðum við 27.000 krónur fyrir helgina og rafmagnið að slá út alla helgina. Spyr ég, fyrir hvað borgaði ég?“ spyr konan og lái henni hver sem vill.

Hún sendi nokkrar myndir úr Þórsheimilinu sem segja meira en mörg orð. „Ég vil koma þessu á framfæri við Eyjamenn og þá sem reka tjaldsvæðið með von um að betur verði gert á næsta ári.“

 

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.