Sú gríðarlega aðsókn sem hefur verið á Lundaballið hefur auðvitað ekki síst verið vegna þeirrar staðreyndar að Heimalandinu mun verða afhent umboð til að halda næsta Lundaball. Mikil spenna hefur myndast vegna þessa og þá þeirrar spurningar hvernig Páll Scheving muni komast uppá sviðið til að veita umboðinu viðtöku sem átti að gerast eftir að matarhaldi lyki.
Nú mun það hafa kvisast út að sá útbúnaður sem nota átti í þessu skyni, þ.e. að koma Páli uppá sviðið, sé upptekinn norðanlands vegna uppskipunar. Hópur áhugamanna um einstaka upplifun hefur því afboðað sig og af þeim sökum eru 20 miðar á lausu á Lundaballið.
Miðarnir verða til sölu uppí Höll milli kl. 17 og 18 á eftir. Einnig er hægt að hafa samband við Helga Braga í síma 8931068.
Helliseyingar