Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið enda fjöldi fólks að skemmta sér í tilefni áramóta. Áramótin fóru fram með ágætum og lítið um útköll á öldurhús bæjarins. �?á var eitthvað um að aðstoða þurfti fólk til síns heima undir morgun á nýársdag og eitthvað var um að kvartað væri undan hávaða frá heimahúsum.
Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en að kvöldi 2. janúar sl. lagði lögregla hald á smáræði af kannabisefnum við húsleit í heimahúsi. Viðurkenndi húsráðandinn að vera eigandi að efnunumog telst málið að mestu upplýst.
Lögreglu barst í vikunni sex tilkynningar vegna eignaspjalla og verður það að teljast mjög óvenjulegt að svo mörg eignaspjöll séu framin á einni viku.
Fjögur af þessum eignaspjöllum voru framin af sami aðla að kvöldi 4. janúar sl. en hann braut m.a. rúðu í Íþróttamiðstöðinni, skemmdi þrjár bifreiðar og olli einnig tjóni á heimil móður sinnar Maðurinn, sem er á nítjánda ári og var töluvert ölvaður, var handtekinn og fékk gistingu í fangageymslu. Hann var síðan yfirheyrður þegar víman rann af honum og viðurkenndi að hafa ollið þessum skemmdum og er málið talið að mestu upplýst.
Á nýársnótt var tilkynnt um skemmdir á bifreið og kom í ljós að þarna var um að ræða stúlku um tvítugt sem sparkaði í spegil á bifreið þannig að spegilinn skemmdist. Stúlkan játaði skemmdirnar og telst málið að mestu upplýst.
Sjöttu eignaspjöllin sem tilkynnt voru til lögreglu í vikunni áttu sér stað aðfaranótt 5. janúar sl. en þá hafði verið brotin rúða í húsi nr. 5 við Fíflgötu. Ekki er vitað hver þarna var að verki og óskar lögreglan eftir upplýsingum varðandi hver hafi verið þarna á ferð.
�?rír brunar voru tilkynntir til lögrelgu í vikunni og átti sá fyrsti sér stað á gamlársdag en hinir á nýársnótt og eru upptök þessara þriggja bruna rakin til skotelda. Brunin á gamlársdag átti sér stað í klæðningu í svokallaðir Sjóbúð Björgunarfélags Vestmannaeyja og varð lítil tjón af eldinum.
Á nýársnótt var í öðru tilvikinu um að ræða bruna í rusli í porti við pósthúsið og varð þar nokkur eldur sem m.a. náði að valda tjóni á bifreið sem stóð í portinu. Í hinum brunanum á nýársnótt kviknaði í plastkörum á Illugagötu sem notuð voru til að setja í rusl utan af skottertum og hafði greinilega verið glóð í einhverjum af skottertunum þannig að eldur gaus upp. Slökkviliðið var kallað út í öllum þessum tilvikum og gekk greiðlega að ráða niðurlögum þessara elda.