Pakkajól í Eyjum
Landakirkja

Pakkajól í Eyjum er samvinnuverkefni foreldramorgna Landakirkju og Bókasafns Vestmannaeyja. Um er að ræða gjafasöfnun handa efnaminni börnum á aldrinum 0-18 ára. Er þetta tilvalið tækifæri til að láta gott af sér leiða í aðdraganda jóla því sannleikurinn er sá að jafnvel smáræði getur verið heilmikið fyrir aðra.

Þeir sem hafa áhuga á að láta gjöf af hendi í söfnunina skulu fara með þær niður á bókasafn en þar verður gjöfunum komið fyrir undir jólatrénu í Einarsstofu. Gjafirnar skulu merktar aldri og kyni/kynlaust. Söfnunin stendur 27. nóv. – 16. des. og munu prestar Landakirkju útdeila gjöfunum í vikunni fyrir jól.

Við hvetjum alla til að taka þátt í þessu spennandi verkefni.

Nýjustu fréttir

Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.