Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrum útvarpsstjóri R�?V og Eyjamaður gagnrýnir Silfrið hart á Fésbókinni í gær: �??Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík�??
Ágætur vinur minn og fyrrum samstarfsmaður til langs tíma, Egill Helgason frá Reykjavík, byrjaði aftur með Silfrið sitt á R�?V í morgun. Fagnaðarefni út af fyrir sig.Til að fjalla um það mikilvægasta á ”vettvangi dagsins” eins og það hét fékk Egill til sín fjóra ágæta þingmenn; alla líka frá Reykjavík eins og hann sjálfur. Og forgangsröð stóru málanna hjá Agli voru þessi: Fyrst var rætt í 20 mínútur um fyrirkomulag á smásölu áfengis. Svo var rætt í 17 mínútur um hvort kalla mætti Trump fasista. Og síðan sagði Egill: ”�?g ætla að koma inn á tvö lítil mál…”. Annað þessara litlu mála reyndist vera sjómannaverkfallið og í það smámál eyddi Egill 2 mín. og 49 sek. af sínum dýrmæta tíma.
Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík en frá öðrum sjónarhólum?
Alls höfðu 715 líkað þetta í morgun.
Enn og aftur opinberaði R�?V sem 101 miðill.